top of page

Snjóflóð

Snjóflóð verða þegar mikið af snjó rennur niður brekku eða fjallshlíð.

 

Lausasnjóflóð byrja nálægt yfirborði í einum punkti eða á litlu svæði og dreifa úr sér og mynda eitthvað eins og blævæng þegar snjórinn fellur niður hlíðina. Laus snjór einkennist af lítilli samloðun og lausasnjóflóð geta verið bæði blaut og þurr. Þau eru oftast lítil, en blaut lausasnjóflóð geta þó stundum orðið töluvert stór. Ástæðan fyrir því er að halli landsins/fjallsins er yfir þeim mörkum sem eru nauðsynleg til að snjór færist. Það fer alfarið eftir snjónum, hvar tiltekin mörk eru. Lausasnjóflóð fara oftast af stað vegna þess að lítil samloðun verður í snjónum á ákveðnu svæði vegna myndbreytingar snjókristalla, eða vegna áhrifa sólar eða rigningar. Í blautum snjó eru kristallarnir umflotnir vatni og samloðun því lítil.

 

Flekaflóð eru mun hættulegri en lausasnjóflóð og langflest þeirra flóða sem hafa valdið slysum og tjóni hér á Íslandi hafa verið flekaflóð sem einkennast af mikilli samloðun. Snjóþekjan samanstendur oftast af mismunandi lögum vegna þess að þegar snjór fellur er hann ekki alltaf eins. Snjóþekjan heldur síðan áfram að þróast, hún sekkur og þéttist og kristallarnir ummyndast. Veður getur haft áhrif á efsta lag snjóþekjunnar. Til dæmis geta vaxið kristallar sem kallast yfirborðshrím ofan á snjóþekjunni á köldum og heiðskírum nóttum. Ef hiti fer yfir frostmark í einhvern tíma og síðan frýs aftur, myndast gjarnan það sem kallast skaralag.Til þess að flekaflóð fari af stað þarf skerspennan að nálgast skerstyrkinn í veika laginu og aflögunin þarf að vera nægilega hröð til að lagið bresti.

 

Frá árinu 1900 eru 103 snjóflóð skráð, í þessum flóðum dóu samtals 231 manns.

Eitt stærsta snjóflóð hér á landi gerðist á Siglunesi árið 1613, vegna þess hve langt er síðan það gerðist að þá er ekki vitað hvort 30 eða 50 manns dóu.

Mánudaginn 16. janúar 1995 var snjóflóð í Súðavík á Vestfjörðum. 25 hús sem voru á svæðinu eyðilögðust, 7 hýstu fyrirtæki og stofnanir, 18 voru íbúðir. 10 manns slösuðust en 14 dóu. Sá síðasti sem fannst var 12 ára gamall drengur sem hafði verið fastur í snjónum í 23 klukkutíma.

 

V sem sést á myndinni hér til vinstri er varnargarður sem var settur upp eftir snjóðflóðið 1995 og á að verja bæinn fyrir frekari flóðum þar sem staðsettningin er beint undir flötu fjalli. 

Súðavík á Vestfjörðum

bottom of page