top of page

Flóð

Flóð verða oftast vegna mikils regns, en það er þó ekki eina orsökin því vindar sem hækka vatnsmálið orsaka einnig mikil flóð.

 

Stærsta flóð sem hefur orðið var í Kína árið 1931. Það hófst snemma um veturinn þegar það snjóaði mikið, svo þegar það fór að þiðna og rigna þá hækkuðu fljótin. Það rigndi enn meir í júlí og ágúst. Þetta er talið vera mannskæðasta náttúruhamförin sem vitað er um, en þá dóu 2,5-3,7 milljónir manns.

 

Flóðið í Colorado, gerðist 9. september 2013, 8 manns dóu en 6 týndust. Fyrst varð mjög kalt en seinna mætti kuldinn hitanum og rakanum sem kom frá suðurríkjunum sem orsakaði óvenjulega mikilli rigningu. Ástandið var verst í Boulder County  en þar náði vatnið upp í allt að  231-430mm.

 

Miklar rigningar austur af Afríku hafa valdið gífurlegum flóðum í Malaví í janúar 2015. Yfir 200 manns hafa látið lífið eða eru týnd og um 120.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna flóða. Þá hafa 350 skólar eyðilagst, sem veldur því að yfir 300.000 börn ganga ekki í skóla. UNICEF senti 90 tonn af hjálpargögnum til Malaví: lyf, neyðartjöld, vítamínbætta fæðu, hreinlætisvörur og vatnshreinsitöflur eru meðal þess sem var sent til Malaví. Þau héruð sem hafa orðið verst úti eru Nsanje, Chikwaka og Phalombe. Malaví er eitt fátækasta land í suðurhluta Afríku. 

 

Á hverju vori í Austurríki þegar snjórinn bráðnar niður af fjöllunum Hochschwab, fyllist garðurinn, sem stendur við rætur fjallsins, af vatni. Stöðuvatnið sem er í þessum garði er venjulega ekki meira en 1-2 metrar dýpt en þegar snjórinn bráðnar hækkar vatnsmálið upp í 10-12 metra.                                                                                                                                                          

 

Árið 1889 var flóð í Bandaríkjunum, hér eru nokkur dæmi um fólk sem, lifði það af: Anna Fenn Maxwell var ein af þeim sem lifði af en heimilið hennar eyðilagðist og einnig missti  hún eiginmann sinn og öll sjö börnin sín.                                         Victor Heiser, 16 ára, missti einnig fjölskylduna sína og heimili varð að flytja burt.                                                                          

 

Eftir að flóð verða, tekur langan tíma fyrir fólk að komast yfir missinn sem verður, sumir komast aldrei yfir hann. Fólk missir heimili sín, vinnu, fjölskyldu, gæludýr og vini í flóðum. Fólk þarf oftast að flytja og hefja nýtt líf einhvers staðar annars staðar.                                                                                                                                                                                               Einnig verður mikið tjón í náttúrunni, tré falla, gróður drukknar, en einnig geta sum flóð hjálpað til við ræktun, dæmi: ef vatnið er næringarríkt.                                                                                                                                      

bottom of page