top of page

Tsunami

Tsunami er japanskt orð sem notað er yfir flóðbylgjur. Munurinn á Tsunami og venjulegum flóðbylgjum er sá að tsunami eru hærri en aðrar öldur og orsakast oftast vegna jarðskjálfta. 

Mannskæðasta tsunami flóðbylgjan gerðist í Asíu árið 2004. Næstum því 230 þúsund manns dóu í 11 löndum. 

 

1. U.þ.b 80% af tsunami gerist í Kyrrahafinu "hring eldsins"

2. Fyrsta aldan er í rauninni ekki sterkust, þær byggja sig smám saman upp.

3. Fylkin í Bandaríkjunum sem eru í mestu hættu á að fá tsunami á sig eru Hawaii, Alaska, Washington, Oregon og Kalifornia

4. Ef þú ert gripinn af tsunami öldu er betra að synda ekki frá henni, gríptu frekar í næsta fljótandi hlut og leyfðu öldunni að bera þig.

5. Tsunami halda alltaf orkunni sinni, það þýðir að þeir geta ferðast yfir heilu höfin án þess að missa orku.

6. Árið 2004 í Indlandshafinu olli jarðskjálfti tsunami sem var á við 23.000 atomsprengjur

 Eftir því sem hafsbotn hækkar, hækkar og styttist flóðbylgjan því krafturinn er sá sami og út á sjó og ýtir vatninu upp. 

bottom of page