top of page

Við fundum sögur þar sem fólk segir frá reynslu sinni af tsunami

 

Hjónin Tom og Arlette Stuip voru að borða morgunmat á hóteli í Tælandi þegar fólkið í kring fór að taka eftir stórum öldum í hafinu. Tom sem hafði búið við strönd í Kaliforníu í tvö ár hafði aldrei séð svona öldur áður. Stuttu síðar fattaði hann að hljóðið sem hann hafði heyrt stuttu fyrr hafði verið jarðskjálfti og vissi að tsunami flóðbylgja var á leiðinni. Hann tók í hönd konu sinnar og sagði henni að hlaupa, þau hlupu burt frá hótelinu, upp hæð og inní skóg, þar biðu þau í tvo klukkutíma. Þegar þau fóru til baka var allt í rúst og margir voru slasaðir, það var hvorki rafmagn né símasamband. Daginn eftir fór fólkið að strætó stoppustöðinni og fékk að nota síma til að hringja í fjölskyldur sína og vini til að segja þeim að þau væru enn á lífi.

 

Við Koh Phi Phi á Tælandi var fólk að synda í sjónum þegar þau heyrðu leiðbeinanda úr bát kalla til þeirra að koma  upp í bátinn. Sjórinn hafði hækkað og öldurnar orðnar hraðari en áður. Þegar fólkið var komið upp í bátinn sáu þau öldurnar skella harkalega á ströndinni. Bátar brotnuðu og fólk var dregið niður í sjóinn. Um helmingur fólksins sem hafði verið gestir á hótelinu Phi Phi Charlie dó og hótelið sjálft var allt í klessu.

 

 

Amanda Rabbow var einnig ein af þeim sem lifði þessa miklu flóðbylgju af. Hún man eftir að hafa verið borin með straumnum upp við múrsteinsvegg. Vatnið fór að flæða yfir hana og ýtti henni alltaf meir og meir upp að veggnum. Svo þegar hún hélt að hún væri að fara að deyja var hún dregin upp úr vatninu. En svo tók vatnið hana aftur og hún barðist í þrjá klukkutíma við að halda sjálfri sér á lífi. Þegar flóðbylgjan hafði stoppað var fólk borið í rútu, en Amanda gat ekki setið upprétt svo hún var látin liggja í farangurhólfinu. Hún var veik í fjórtán klukkutíma, brúnt vatn og hún veit ekki hvað annað kom uppúr henni.

 

 

Luke Simon man eftir að hafa verið að borða morgunmat á kaffihúsi þegar fólk allt í einu hljóp inn, hrindandi borðum og stólum. Þótt enginn inná kaffihúsinu vissi nákvæmlega hvað var í gangi hlupu þau ásamt öðru fólki út af kaffihúsinu og niður á markaðinn fyrir utan. Þar hljóp fólk í allar áttir og öskraði. Hann sá þá hvað sjórinn við ströndina lét illa. Flóðbylgja hafði nú þegar fallið á ströndina og önnur sem var sjö metra há var í nánd. Hann klifraði upp á þak á bílskúr ásamt öðru fólki. Þegar bylgjan nálgaðist sá hann að hún bar með sér járn, gler, hurðir af örbylgjuofnum og tré. Hann sá bróður sinn, Pier, vera reyna að ýta kærustu sinni upp á þakið. Luke reyndi einnig að toga í höndina hennar en hún var dregin burt með vatninu, en hún lifði af. Luke leitaði að bróður sínum í fimm daga, maður hringdi í Luke sem taldi sig hafa fundið bróður hans. En eftir að hafa rökrætt um það hvernig buxurnar hans höfðu verið á litinn komst hann að því að Pier var enn týndur. Luke og foreldrar hans fundu hann látinn í líkhúsinu. Það sem orsakaði dauða hans var sennilega það að hann hafði skorist illa á hálsi. Luke vildi fá að sjá bróður sinn en honum var ekki leyft það.

Rétt áður en Arlette og tom Stuip flúðu veitingastaðinn.

Kho Phi Phi eftir tsunami ölduna.

Luke og Piers árið 2002, bræðurnir voru mjög nánir.

bottom of page